Nordic Svíta
Tvær nýjar Nordic svítur eru staðsettar á 8. þilfari og bjóða upp á mikið rými, þægindi og frábært útsýni. Mikið hefur verið lagt í innréttingar í þessum nýju og fallegu svítum. Svíturnar skiptast upp í þrjú herbergi: Svefnherbergi með stóru tvíbreiðu rúmi (180x200cm), baðherbergi með sturtu og baðkari auk stofu. Stofan inniheldur setustofu með hornsófa, stólum, sófaborði, flatskjá auk borstofuborðs og skrifborðs. Bókanlegur fyrir 2 farþega.
Við bókun á Nordic svítunum fylgir minibar sem inniheldur: 2 vatnsflöskur, 2 gosdrykki, súkkulaðistykki og snakk poka (vinsamlegast athugið að innnihald getur breyst).