Nordic Svíta

Tvær nýjar Nordic svítur verða staðsettar á 8. þilfari og bjóða upp á mikið rými, þægindi og frábært útsýni. Mikið hefur verið lagt í innréttingar í þessum nýju og fallegu svítum. Svíturnar skiptast upp í þrjú herbergi: Svefnherbergi með stóru tvíbreiðu rúmi (180x200cm), baðherbergi með sturtu og baðkari auk stofu. Stofan inniheldur setustofu með hornsófa, stólum, sófaborði, flatskjá auk borstofuborðs og skrifborðs. Bókanlegur fyrir 2 farþega.

Við bókun á Nordic svítunum fylgir minibar sem inniheldur: 2 vatnsflöskur, 2 gosdrykki, súkkulaðistykki og snakk poka (vinsamlegast athugið að innnihald getur breyst). 


Nordic Svíta.

Norröna Svitan

Norröna Svítan býður upp á meira rými og þægindi. Svítan inniheldur tvíbreitt rúm, sófasett, síma, sjónvarp í stofunni og á baðherberginu. Baðherbergið er með sturtu og baðkari. Skipt er um handklæði og rúmföt þegar óskað er eftir því. Bókanlegur fyrir 2 farþega.

Svítunni fylgir minibar. Minibarinn inniheldur: 2 Aqua D'or flöskur, 2 bjóra, 2 gosdósir, 1 mars/snickers/twix og 1 lítill poki af Kims Chims snakki. Vinsamlegast athugið að innihald minibarsins getur breyst. 


Norröna Svitan.

Ávextir & vín í klefann

Ávaxtakarfa & rauðvín eða hvítvín 75 cl.: ISK 8.379

Ávaxtakarfa, súkkulaði & freyðivín 75 cl.: ISK 13.650

Bókaðu í gegnum booking@smyrilline.is eða í síma +354 470 2803.

Ávextir & vín í klefann.

Skráðu þig og fáðu sent fréttabréf

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.