Norræn upplifun af matarlist á verðlauna veitingastað

Verðlauna veitingarstaðurinn Munkastova býr yfir afslöppuðu andrúmslofti og býður upp á gott úrval af norrænum réttum. Við leitumst við að nota lífrænar og sjálfbærar vörur.

Við bjóðum bæði upp á hádegistverð og kvöldverð. Við mælum með því að bóka máltíðirnar fyrirfram, en það er einnig hægt að bóka þær þegar þú kemur um borð. Einnig er hægt að uppfæra frá hlaðborðinum yfir á Munkastovu þegar um borð er komið.  

Þegar þú bókar fyrirfram:
• Áttu frátekið borð
• Þarft ekki að bíða í röð
• Sparar peninga

Fyrirfram bókaðu í gegnum booking@smyrilline.is eða í síma +354 470 2803. Vinsamlegast vertu með bókunarnúmerið þitt tilbúið.

Færeysku topp verðlaunin 2021

Munkastova fékk tvo Færeysku topp verðlunin árið 2021. Þetta var í fyrsta skipti sem Danski Matarvísirinn tilnefndi færeyska matargerðarlist til þessara verðlauna. 

🏆 Fiskur & skelfiskur + Gerjun ársins

🏆 Eftirréttur/Sætabrauð ársins

Einnig voru verðlaunin Matreiðslumeistari ársins 2021, veitt Janus Einar B. Sørensen, Yfirmatreiðslumeistara Smyril Line. 

 

Færeysku topp verðlaunin 2021.

Skoða Munkastovu

Farðu í sýndarferð og fáðu innblástur frá a la carte veitingastaðnum okkar.


Skoða Munkastovu.

Hádegistilboð

kl. 12:00 - 14:00

✓ Tvö smurbrauð
✓ Schnapps
✓ Verðlaunaeftirrétturinn okkar með kaffi/te

Sjá neðangreind verð

Hádegistilboð.

Kvöldverðarmatseðill

Þjónað er til borðs með frábærum réttum sem gerðir eru eftir færeyskum uppskriftum með nýjungagjörnum breytingum. Yfirkokkurinn ákveður matseðilinn og samsetningu rétta auk þess sem hann ábyrgist að upplifunin sé ávallt stórkostleg fyrir bragðlaukanna.

Vinsamlegast látið vita þegar máltíð er bókuð fyrirfram eða við komu á Simmer Dim, ef um einhver ofnæmi er að ræða. 

3-rétta matseðill
5-rétta matseðill
7-rétta matseðill

Verð eru hér að neðan.

Kvöldverðarmatseðill.

Munkastova

Veitingastaðurinn er nefndur eftir elsta húsi Tinganes. Munkastova er eitt af fyrstu rauðu timburhúsunum sem þú gengur framhjá frá Reyni til Tinganes og á rætur sínar að rekja til 16. aldar. Það var eitt sinn, eitt af fallegustu húsum Tórshavn. 

Nafnið Munkastova getur verið þýtt “munka hús”, en það tengist ekki munkum. Það kemur frá nafninu Murkoven, frá árinu 1619, sem má tengja til tvöfaldra steinútveggja. Þessi tækni við byggingu veggja var einungis beitt í Færeyjum á miðöldum í Kikjubæ, húsi biskups. Stórum steinum var staflað til að mynda veggi og flatir minni steinar voru settir á milli. Steypan var “skilpur”, sem var gerð úr sandi blönduðum skeljum og brotnum dýrabeinum.

Kenningar hafa verið gerðar um notkun Munkastovu. Það getur hafa verið byggt sem kirkja og til eru heimildir um að þjónusta hafa verið haldin þar. Önnur kenning er að Munkastofa hafi verið byggð sem höfuðstöðvar Hanseatic League. Þeir þýsku kaupmenn stýrðu einokunarviðskiptum í Færeyjum á seinni hluta miðalda. Einnig hefur verið nefnt að skattur var innheimtur í Munkastovu. Á þeim tíma var skattur greiddur í vörum eins og saltfiski, fiskolíum og prjónaflíkum, þ.m.t. sokkum og peysum. 

Munkastova var eitt af fáum húsum sem stóðu enn eftir brunann mikla 1673, sem olli því að byggingar sunnan við Munkastovu urðu að ösku. Á þeim tíma voru sögusagnir um íkveikju til að leyna óreglu í bókhaldi einokunarinnar.

 

 

Munkastova - Verð 2022 Fullorðnir Börn 3-11 ára Frá -til

Hádegisverður

Í boði allt árið

Fyrir brottför: ISK 5.250

Seatings:12:00 /

Sætistími er 1 tima

3 rétta matseðill

Í boði allt árið

Fyrir brottför: ISK 8.988
Fyrir brottför: ISK 3.759

Seatings:17:30 / 18:00 / 19:45 / 20:00 /

Á vetrartíma aðeins 18:00

Sætistími er 2 tima

5 rétta matseðill

Í boði allt árið

Fyrir brottför: ISK 12.768
Fyrir brottför: ISK 5.649

Seatings:17:30 / 18:00 / 19:45 / 20:00 /

Sætistími er 3-4 tima

Á vetrartíma aðeins 18:00

7 rétta matseðill

Í boði allt árið

Fyrir brottför: ISK 15.603

Seatings:17:30 / 18:00 / / /

Sætistími er 4-5 tima

Á vetrartíma aðeins 18:00

Barnamatseðill kvöldmatur

Í boði allt árið

Fyrir brottför: ISK 2.814

Upplýsingar um opnunartíma veitingarstaða má finna um borð.

* Þú hefur einnig tækifæri til að bóka grænmetisæta, laktósa eða glúten óþol matseðill

Munkastova

Munkastova

Skráðu þig í fréttabréf

Þú getur unnið ferð til Færeyja með Norrönu fyrir tvo með gistingu á 4* hóteli í 4 nætur með því að skrá þig í fréttabréfið okkar.

Þann 1. júní nk. munum við draga út einn heppinn vinningshafa úr hópi þeirra sem eru skráðir móttakendur fréttabréfsins okkar. 

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.