Bókaðu fyrirfram, sparaðu & tryggðu þér pláss

Vinsæla hlaðborðið okkar býður upp á fjölbreytt úrval af bragðmiklum réttum. Gæðin og þjónustan eru til fyrirmyndar. Sumir réttir eru glútenfríir, laktósafríir og vegan. 

Þær máltíðir sem hægt er að bóka fyrirfram: 

• Morgunverðarhlaðborð
• All-inclusive kvöldverðarhlaðborð

Bókaðu máltíðirnar þínar þegar þú bókar ferðina eða bættu þeim við seinna í gegnum “Bókunin mín”.

 

 

Morgunverðarhlaðborð

Fullorðin: ISK 3.318 / um borð ISK 3.465
Barn 3-11 ára: ISK 1.785 / um borð ISK 1.869
Unglinga 12-15 ára: ISK 1.995/ um borð ISK 2.079

Ekki alltaf í boði í vetrarsiglingu. 

. . . . . .

    All-inclusive kvöldverðarhlaðborð

    Vatn, gos, bjór, vín, kaffi, te ad libitum. Borðið þitt er frátekið í 90 mínútur.

    Fullorðin: ISK 7.014 / um borð ISK 7.749
    Barn 3-15 ára: ISK 3.507 / um borð ISK 3.675

    Ekki alltaf í boði í vetrarsiglingu. 

    . . . . . .

      Mataræðisbeiðnir

      Glútenlaust: Sjávarréttir, kaldir kjötréttir, salat, ostar, ávextir, grænmeti og sósur. Brauð samkvæmt beiðni. 

      Laktósalaust: Brauð, sjávarréttir, kaldir kjötréttir, salat, ostar, ávextir og grænmeti.

      Grænmetisréttir: Brauð, sjávarréttir, kartöflur, grænmeti, krókettur, súpa, ostar, kökur og eftirréttir. 

      .

      Skoða Skansagarðinn


      Skoða Skansagarðinn.

      Pönnuköku Martin

      Hann er stundum kallaður pönnuköku Martin, skemmtilegt viðurnefni sem Martin Vágoy svarar til. Fyrir þennan 64 ára gamla mann frá Vatnsoyrar eru pönnukökur bæði list og stolt atvinnumanns. “Það er bæði skemmtilegt og ánægjulegt að baka pönnukökur, ánægjan er sú að sjá hversu glaðir gestirnir eru að fá nýbakaðar pönnukökur í morgunmat” brosir Martin.  

      Síðan Martin kom til starfa um borð í Norrönu, þann 12. Maí 2016, hefur hann verið partur af matreiðsluteymi Skansagarðsins. Verkefni hans eru meðal annars að skera kjötið fyrir kvöldverðarhlaðborðið, steika egg og baka allt að 1.200 pönnukökur fyrir morgunverðinn. Það er einungis mögulegt þar sem Martin notar tvær pönnur og steikir 5 pönnukökur í einu á hverri pönnu.  

      Sunnudagurinn 25. september 2022 var merkisdagur hjá Martin. Þá bakaði hann pönnuköku númer milljón síðan hann byrjaði um borð í Norrönu. Pönnukakan var fullkomin á litinn, leit vel út og smakkaðist æðislega, en með reynslu Martins þá smakkast þær allar þannig, þó lögun þeirra geti stundum verið áskorun. “Ef veðrið er slæmt, þá verða þær ekki altaf alveg hringlaga, en þær smakkast alltaf mjög vel” leggur Martin áherslu á. 

      . . . . . .

        Fáðu innblástur

        Ef þú hefur áhuga á að fá sendar upplýsingar um góð tilboð, þá er það auðvelt! Þú einfaldlega skráir þig í fréttabréfið okkar og færð svo tölvupóst þegar við erum með einstaklega góð tilboð og fréttir.

        Translate_Get_your_free_catalogues

        Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

        Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.