Saga fyrirtækisins

Aðalstarfsemi Smyril Line er farþega- og fraktflutningar í Norður Atlantshafi. 

Smyril Line var stofnað áður 1982 af skipstjórum sem unnu um borð í ferjunni M/F Smyril. Þeir keyptu ferjuna Gustav Vasa, nefndu hana M/S Norröna og árið 1983 byrjaði Smyril Line að sigla leiðina sem gamli M/F Smyril sigldi. 

Í dag er Smyri Line vel þekkt fyrirtæki í farþega- og fraktflutningum.  

Núverandi M/S Norröna byrjaði að sigla í apríl 2003. Síðan hún kom í færeyska flotann, hefur hún fengið yfirhalningu. Í lok árs 2020, byrjun 2021, voru miklar endurbætur gerðar á M/S Norrönu. Fjöldi klefa var aukinn um 50 talsins og á 10 þilfari var byggt nýtt kaffihús. Fjöldi klefa er nú 366, auk 30 klefa með svefnpokaplássi. Til viðbótar við þessar miklu endurbætur, þá voru einnig gerðar breytingar í gegnum allt skipið.  

M/S Norröna er 36.976 brúttótonn, er 165,7 metrar að lengd, 30 metrar á vídd og getur siglt allt að 21 mílu per klukkutíma. 

Smyril Line á og rekur einnig Smyril Line Cargo, sem á Þrír flutningaskip: Akranes, Mykines og Glyvursnes. Fyrir frekari upplýsingar um Smyril Line Cargo, vinsamlegast skoðið cargo.fo.

Að auki við skipin og skrifstofuna í Færeyjum þá á Smyril Line einnig Smyril Line Travel A/S í Danmörku. Það fyrirtæki rekur starfsemina í Kiel í Þýskalandi. 

Aðaleigendur Smyril Line eru P/F 12.11.11 (59,5%), Føroya Landsstýri (16,2%) og Framtaksgrunnur Føroya (6,3%). Minni hluthafar eiga 18% til samans. Heildarhlutafé er 112.012.332 DKK. 

Saga siglinga

Dronning Alexandrine

1927 – 1939

DFDS skipið M/S Dronning Alexandrine (smíðað 1927) þjónustaði Færeyjar frá 1927 til 1939. Á meðan á Seinni heimstyrjöldinni stóð lá hún við bryggju í Kaupmannahöfn þangað til að Þjóðverjar notuðu hana frá 1944 – 1945. Eftir stríðið árið 1945 var Dronning Alexandrine notuð aftur í siglingarleiðina Kaupmannahöfn – Færeyjar - Reykjavík þangað til hún fór í slipp árið 1965. Dronning Alexandrine tók 153 farþega. 

 

.

Tjaldur

1947 -1953

Árið 1947 eignaðist Skipafélagið Færeyjar S/S Gullfoss (1915) frá Eimskip á Íslandi. Skipið sigldi undir nafninu S/S Tjaldur fyrir Skipafélagið á siglingarleiðinni Færeyjar – Kaupmannahöfn frá 1947 til 1953. Skipið tók 74 farþega. 

 

.

Tjaldur

1953 – 1967

Árið 1953 bauð P/F Skipafélagið Færeyjar nýtt skip velkomið, nýjan Tjald, sem var smíðað í Álaborg Værft. Það tók 447 farþega. Nýtískulega skipið umbreytti siglingum milli Færeyja og Danmerkur. Það var skipt niður í 1, 2 og 3 farrými fyrir farþega og var mjög nýmóðins miðað forvera þess. Skipafélagið auglýsti skemmtisiglingar frá Kaupmannahöfn til Færeyja. Farþegar fengu gistingu um borð meðan skipið sigldi frá þorpi til þorps í Færeyjum áður en það sigldi aftur til Kaupmannahafnar. Tjaldur var einnig hraðskreiðari en eldri skipin. Siglingarleiðin milli Færeyja og Danmerkur var stytt um heilan dag. Færeyingar tóku ástfóstri við skipið Tjald. Tjaldur sigldi með bæði frakt og farþega milli Færeyja og Kaupmannahafnar frá 1953 til 1967. 

 

.

Kronprins Frederik

1966 – 1974

DFDS skipið M/S Kronprins Frederik (smíðað árið 1941) þjónustaði Færeyjar frá 1966 -1974. Margir Færeyingar muna vel eftir því og það það þekkt sem “Krúnuprinsinn”, Krónprinsinn. Skipið tók 358 farþega. Það hafði einnig rými fyrir nokkrar bifreiðar, en það þurfti að lyfta þeim um borð með krana. Skipið var innréttað með nýjum tækjum, eins og stöðugleika tönkum, sem gera skipið stöðugra úti á hafi. Það var mjög vinsæl uppfinning meðal farþega, ef tekið er inn í myndina hvernig veðrið getur hagað sér í Norður Atlantshafi. 

.

England

1974 – 1980

Fyrir árið 1974 þá var takmarkað framborð á að taka bifreiðina þína með til Danmerkur í frí. Farþegaskipið var ekki með bílaþilfar, en gat tekið nokkrar bifreiðar, sem lyfta þurfti um borð með krana. Þannig að þegar DFDS úthlutaði M/S England á siglingaleiðina Færeyjar – Danmörk, gjörbreytti það farþegasiglingum. M/S England var með bílaþilfar sem náði lengd skipsins og gat tekið allt að 120 bifreiðar. Miklar framfarir, þegar kom að því að taka bifreiðina með sér í frí. Margir Færeyingar og aðrir nýttu sér þennan kost. England tók 634 farþega og sigldi til Færeyja á sumrin frá 1974 til 1980. 

.

Winston Churchill

1981 – 1992

Árið 1981 úthlutaði DFDS M/S Winston Churchill á siglingarleiðina til Færeyja í staðinn fyrir M/S England, sem hafði þjónustað Færeyjar síðustu 7 sumur. Þetta skip var minna en M/S England en að öðru leiti voru þau svipuð. Winston Churchill var einnig með bílaþilfar á við lengd skipsins sem tók 180 bifreiðar og kojur fyrir 390 farþega. Hinsvegar gat skipið tekið 462 farþega, þar sem að á þessum tíma var venjulegt að kaupa sér þilfarsmiða í stað þess að bóka sér klefa fyrir siglinguna. M/S Winston Churchill sigldi til Færeyja á sumrin frá 1981 til 1992. Síðasta ferð þess var í ágúst 1992. Þetta var einnig lokakafli DFDS í Færeyjum, en eftir þetta þá hætti DFDS að sigla til Færeyja. 

.

Norröna

1982 – 2003

Fyrsta Norröna byrjaði að sigla milli Færeyja og Danmerkur árið 1983. Kaupin á Norrönu braut blað í sögu færeyskra farþegasiglinga. Hún koma inn í flota nýstofnaða fyrirtækisins Smyril Line sem hafði verið stofnað af frumkvöðlum árið áður. Skipið, sem byggt var árið 1973, hét áður Gustav Vasa og var skráð í Svíþjóð. Áður en hún kom til Færeyja þá var Norröna endurbyggð og nútímavædd í skipagarðinum í Flensburg. Í þá daga var hún talin vera nútímaleg og í takt við tímann. Norröna tók 1050 farþega og 250 bifreiðar. Það þýðir að hún var talin vera stærri og betur útbúin en forverar hennar sem tengdu Færeyjar við umheiminn. Upphaflega sigldi hún einungis til Færeyja á sumrin. Eftirspurn eftir fraktflutningum jókst og árið 1998 var Norröna að sigla milli Færeyja og Danmerkur allan ársins hring. Að sumri til sigldi hún milli Íslands, Færeyja, Hjaltlandseyja, Noregs og Danmerkur til ársins 2003, þegar ný Norröna, sem byggð var sérstaklega til þess að sigla þessar leiðir, tók við. 

 

.

Norröna

2003 – 

Seinni Norröna sigldi jómfrúarferð sína til Færeyja árið 2003. Hún var tákn annarrar byltingar í færeyskum farþegaflutningum. Smyril Line vissi að fyrri Norröna væri komin yfir sinn tíma. Hún var smíðuð árið 1973 og koma til Færeyja 1983, þannig að fyrirtækið ákvað að panta fyrstu lúxusferju sérstaklega til að tengja Færeyjar við umheiminn. Þetta var stórt verkefni. Smyri Line skrifaði undir samkomulag við Flender Werke í Lubeck til að smíða skipið og sumarið 2003 var nýbyggð Norröna vígð. Nýja Norröna tekur 1482 farþega og 800 bifreiðar eða 130 vagna. 

 

 

.

Norröna í dag

Rétt fyrir jólin 2020, sigldi M/S Norröna frá Tórshavn til Fayard skipagarðsins í Munkebo, þar sem strax var byrjað á alhliða breytingum og framkvæmdum á skipinu. Þann 6. mars, sigldi nýmáluð og glæsileg Norröna úr höfn í Hirsthals og lagði af stað til Tórshavn í Færeyjum og þaðan til Seyðisfjarðar á Íslandi. 

.

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.