Ferðastu með sjálfstraust – Við erum hér til að aðstoða þig
Hjá Smyril Line, höfum við skuldbundið okkur til að tryggja að öllum farþegum líði vel og njóti stuðnings meðan þeir ferðast með okkur.
Við erum stoltur meðlimur ”Hidden Disabilities Sunflower Program”, þar sem við viðurkennum og aðstoðum þá farþega sem eru með ósjáanlega fötlun, ástand eða krónískan sjúkdóm. Starfsfólk er þjálfað í að veita meiri vitund, þolinmæði og aðstoð til þeirra sem þurfa á meiri aðstoð að halda þegar þeir ferðast.
Leitaðu að Sunflower merkinu í móttökunni og láttu okkur vita ef við getum aðstoðað þig við að gera ferðina þægilegri.
Hjá Smyril Line, höfum við skuldbundið okkur í að skapa ferðaupplifun þar sem allir farþegar finnast þeir velkomnir og finna fyrir stuðningi. Starfsfólkið er þjálfað í aðstoða meðlimi ”Hidden Disabilities Sunflower” með góðvild, þolinmæði og skilningi.
Með því að bera Sunflower hálsbandið, getur þú látið starfsfólk okkar vita að þú þurfir mögulega meiri aðstoð og stuðning í ferðinni. Við erum hér til að sjá til þess að ferð þín verði þægileg og streitulaus.
Sunflower hálsbandið er í boði fyrir alla farþega sem eru með ósjánalega fötlun – engra upplýsinga er krafist.
Þú þarft einungis að spyrja starfsfólk okkar og þau láta þig fá hálsbandið með glöðu geði.
Þú getur náð í Sunflower hálsbandið á:
• Höfnum okkar
• Móttökunni um borð í Norrönu
• Höfuðstöðvum Smyril Line í Færeyjum