Það er hagstæðara að panta matinn fyrirfram

Norröna býður upp á veitingastaðina Nóatún og Skansagarður auk veitingarstaðarins Munkastova. Skansagarður býður upp á morgunverðar- og kvöldverðarhlaðborð með miklu úrvali. Veitingarstaðurinn Munkastovu býður upp á forrétti, aðalrétti og eftirrétti. Nóatún er opin allan daginn og einnig þær nætur sem komið er í höfn. Þar getur þú keypt morgun-, hádegis- og kvöldmat, kaffi, te, bakkelsi og drykkjarvörur.

Hægt er að breyta fyrirfram pöntuðum máltíðum þegar komið er um borð. Þá er greiddur sá mismunur á pöntuninni og því verði sem er um borð.

Hægt er að bóka máltíðir fyrirfram á opnunartíma skrifstofu. Ekki er hægt að bóka máltíðir fyrirfram þegar brottför er hafin. Fyrir bókanir þá biðjum við um að sendur sé tölvupóstur með bókunarnúmerinu á booking@smyrilline.is eða hafa samband við okkur í síma +354 470 2803. Vinsamlegst athugið að staðgreiða þarf fyrirfram pantaðar máltíðir ef bókunin er gerð innan 32 daga fyrir brottför. 

Matur fyrir börn og unglinga

Við bjóðum upp á sérstakt tilboð fyrir börn og unglinga sem felur í sér armband sem veitir aðgang að öllum máltíðum auk drykkja (1 sódavatn, 1 mjólk, 1 vatn eða 1 ávaxtasafi). Þetta tilboð gildir með morgunverði, hádegisverði og kvöldverði á Nóatúni og Skansagarði.

Lestu meira
Matur fyrir börn og unglinga.

Translate_Get_your_free_catalogues

Translate_Please_enter_your_credentials_to_receive_your_free_catalogues

Já, ég vil fá sendar fréttir og sérstök tilboð frá Smyril Line beint inn í innhólfið mitt.