Haust í Færeyjum
Færeyjar eru einstakar, þar sem þú getur skoðað landslagið á daginn og rölt um höfuðborgina Tórshavn á kvöldin. Mikið er um fallega náttúru, menningu og skemmtileg þorp sem hægt er að skoða, auk þess sem Tórshavn býður upp á list og góða veitingastaði. Hvort sem þú vilt ganga um Tórshavn eða ferðast á milli eyjanna á farartæki, þá er haustið frábær tími til að ferðast til Færeyja.
Brottförin 04.09 er kl: 10:30 á fimmtudagsmorgni og komið er til Færeyja kl: 03:00 aðfararnótt föstudags. Sú nótt á Hótel Brandan er innifalin í verði og geta farþegar farið beint upp á hótel við komuna til Færeyja.
Brottför frá Seyðisfirði:
4., 11., 18. & 25. september
Brottför frá Tórshavn:
8., 16., 23. & 30. september
Takmarkað framboð á tilboðsverðinu - tryggðu þér ferð strax. Tilboðið rennur út 5. maí.